Forsíða

Tilkynning

Laugardaginn 23. ágúst Menningarnótt 2025 - Sköpunarsamræða | 20.08.2025

Verið velkomin á fjölbreytta dagskrá í safninu. Sýning á verkum listamannsins Helga Þorgils Friðjónssonar stendur nú yfir í nokkrum sölum safnsins og mun listamaðurinn vera með sýningarspjall kl. 15 og kl. 20. Leiðsögn um íbúð Einars og Önnu verður kl. 18 þar sem sagt verður frá rannsókn á bókaeign þeirra og að lokum mun AlmaDís Kristinsdóttir safnstjóri leiða gesti um safnið kl. 21 og segja frá tilurð þess og tilgangi.