Bréfasafnið hefur að geyma bréf til Einars Jónssonar frá fólki víðsvegar að um heiminn. M.a eru bréf frá þjóðkunnum einstaklingum,stjórnmálamönnum, listamönnum rithöfundum og skáldum auk nánustu fjölskyldu Einars. Einnig eru í safninu bréf frá Einari. Því er skipt í þrjá flokka, bréf til Einars, bréf frá Einari og bréf til Einars frá félögum og stofnunum. Bréfasafn Önnu Jónsson er skráð sér en er að sjálfsögðu nátengt safni Einars.
Augljóst er að Einar og Anna eiginkona hans héldu vel utan um bréf sín, einkum bréf Einars, en í safninu eru hátt í 10.000 bréf og kort frá rúmlega 1000 bréfriturum. Bréfasafn þeirra hjóna hefur nú allt verið skráð rafrænt í samvinnu við Landsbókasafn Íslands þar sem það er varðveitt í Handritadeild safnsins og aðgengilegt almenningi.
Í skrá yfir bréfasafnið er bréfritari nefndur fyrst og síðan ártal og dagsetning hvenær bréfið var sent. Fyrirhugað er að birta skránna hér í heild sinni síðar meir.
Dæmi um færslu í skránni:
Ásgrímur Jónsson listmálari
1902 : 20.6.
1903 : 6.5.
1904 : 16.4.
1907 : 4.11.
1908 : 12.3, 15.3, 19.3, 23.3, 2.4, 7.4, 11.4, 18.4, 14.4, 30.4, 1.6, 14.6, 5.7, 15.7, 19.7, 23.7, 5.8,13.8, 20.8, 5.9, 26.9, 1.10, 13.10, 10.11, 18.11, 21.11, 15.12, 21.12, 22.12.
1909 : 2.1, 25.1, 12.2, 16.3, 6.4, 22.6., 27.6., 27.7, ??.8.
1910 : 1.2, 19.2, 13.3, 23.3., 30.4., 14.10, 27.10.
1912 : 22.1.
1913 : 26.10., 20.12.
1914 : 2.6.
1918 : 20.4.
1919 : 10.12, 12.12.