Forsíða

Tilkynning

Safnið opnar á ný 3. des. | 02.12.2020

 

Listasafn Einars Jónssonar opnar aftur fimmtudaginn 3. desember. Við virðum sóttvarnir og getum boðið allt að sjö gestum að vera í húsinu í einu. Jafnframt óskum við eftir að gestir virði 2ja metra regluna og séu með grímu fyrir vitum.

Ef þið viljið njóta stórkostlegra listaverka Einars Jónssonar í friði og ró á aðventunni bjóðum við ykkur hjartanlega velkomin!

Safnið er opið frá 10 til 17 en lokað er á mánudögum.