Forsíða

Tilkynning

Stafrænar styttur | 28.05.2021

Listasafn EInars Jónssonar og EFLA í samstarfi við List fyrir alla hljóta styrk frá Barnamenningarsjóði til myndmælinga og framsetningar á stafrænum tvíburum verka Einars Jónssonar myndhöggvara.

Markmið verkefnisins sem kallast „Stafrænar styttur: Myndmæling á listaverkum Einars Jónssonar“ er að setja fram þrívíð módel af höggmyndum Einars og birta á vefnum í formi stafrænna viðburða og fjarfræðslu.

Listasafn Einars Jónssonar mun sjá um kennslufræðilega nálgun stafrænna viðburða/fjarfræðslu í samstarfi við EFLU og List fyrir alla. EFLA mun sjá um myndmælingu og framsetningu þrívíðra módela. List fyrir alla mun veita verkefninu faglega umgjörð á vefnum: listveitan-veita.listfyriralla.is