Forsíða

Tilkynning

Stafrænar styttur | 15.09.2021

Listasafn Einars Jónssonar og verkfræðistofan EFLA í samstarfi við List fyrir alla hlutu styrk frá Barnamenningarsjóði til að myndmæla 10 listaverk Einars Jónssonar, fyrsta myndhöggvara Íslands og búa til verkefni sem heitir Stafrænar styttur.
Markmiðið er að jafna aðgengi barna og ungmenna að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Stafrænu stytturnar eru einmitt tilraun til að gera listaverkin hans Einars aðgengilegri fyrir 8-14 ára börn á grunnskólaaldri og kennara þeirra um land allt.

Hér er hægt að horfa á kynningarmyndband um verkefnið: https://vimeo.com/
604933438