Forsíða

Tilkynning

Málþing - Hnitbjörg hundrað ára | 19.10.2016

Um þessar mundir eru 100 ár frá því að hornsteinn var lagður að Listasafni Einars Jónssonar. Í tilefni þessa stendur safnið fyrir málþingi laugardaginn 29. október. Málþingið hefst kl. 14.

Erindi flytja Benedikt Hjartarson, prófessor í bókmenntafræði, og Ólafur Rastrick, lektor í þjóðfræði. Benedikt fjallar um þann hugmyndaheim sem verk Einars eru sprottin úr en Ólafur fjallar um safnhúsið og hugmyndina um menningarmiðju á Skólavörðuholtinu.